Hvernig á að smíða matjurtakassa?
Það er lítið mál að smíða þinn eigin matjurtakassa í garðinn, matjurtir eru bæði einfaldar í ræktun og kassinn er skemmtileg tilbreyting í garðinn.
“Hvernig er best að drepa arfann á stéttinni minni?” er líklega ein af algengustu spurningum sem ég hef fengið á öllum mínum starfsferli. Þegar ég fæ þessa spurningu svara ég alltaf með því að segja að það er lang best að drepa arfann í stéttinni á umhverfisvænan hátt. En þær aðferðir sem eru taldar upp hér á eftir eru ekki eingöngu umhverfisvænar gagnvart jörðinni, heldur hafa þær ekki heldur slæm áhrif á gæludýrin okkar og fuglana í kring.
Eitur eins og t.d. Round-up eða Casoron, hefur mjög slæm áhrif á umhverfið og þessvegna mæli ég eindregið með að fólk blandi sér bara sína eigin eiturblöndu heima, sem hefur ekki eins skaðleg áhrif á umhverfið eða dýrin í kring.
Ég vil taka það fram að þessi grein er aðallega ætluð fyrir arfa á stéttum þar sem þessar aðferðir hafa áhrif á allann gróður, ekki bara einhverjar ákveðnar tegundir. Svo að ef þú vilt losna við arfa í beði sem er fullt af trjám, runnum, fjölæringum eða sumarblómum þá mæli ég ekki með að eitra beðið yfir höfuð, þar sem eiturblandan mun hafa áhrif á allann gróður sem lausnin snertir.
Einnig þarft þú að vera varkár varðandi allan gróður í kringum stéttina, og passa að hella eiturblöndunni ekki of nálægt t.d. grasinu sem liggur upp við stéttina. En þá áttu á hættu á að blandan geti drepið grasið líka.
Hitaðu vatn í hraðsuðukatlinum og helltu sjóðandi heitu vatni yfir arfann. Heita vatnið brennir arfann svo hann ætti að deyja innan nokkurra klukkustunda.
Blandaðu vatni og vodka saman í hlutföllunum 6:1 (6 vatn, 1 vodki) bættu síðan nokkrum dropum af Dr. Bronner’s, eða annarri umhverfisvænni sápu útí. Þú þarft ekki að setja marga dropa af sápunni þar sem tilgangur hennar er eingöngu að brjóta upp spennuna í blöndunni svo að blandan festist betur við arfann. Þannig mun plantan taka blönduna betur inn.
Bæði er hægt að spreyja hreinu ediki á arfann, en svo er líka hægt að bæta við nokkrum dropum af Dr. Bronner’s, eða annarri umhverfisvænni sápu fyrir betri bindingu.
Finndu ódýrasta saltið í búðinni, blandaðu svo heitu vatni og saltinu í hlutföllum 3:1 (3 vatn, 1 salt) Settu blönduna í úðabrúsa og spreyjaðu á arfann.
Salt er ódýr lausn sem auðvelt er að framkvæma. Saltið þurrkar upp plöntuna og truflar innra vatnsjafnvægi plöntufrumanna, svo á endanum munu þær deyja.
Stundum þarf að spreyja plönturnar oftar ein einu sinni með saltvatnslausninni.
Ekki setja saltið beint á stéttina nema þú sért að fara að skola því niður strax með vatni. Saltið getur haft mikil áhrif á gróðurinn umhverfis stéttina.
Klárlega mest töff leiðin hingað til – Brenndu arfann upp með gasbrennara. Einföld, fljótleg og skilvirk leið til að eyða arfanum algjörlega. – Og þú færð að vera hellað töff í leiðinni.
Ef þú vilt búa til kraftmikla blöndu getur þú sameinað liði 3 og 4 og búið til blöndu úr Ediki og salti, blandað 8:1 (8 edik, 1 salt). Bættu svo við nokkrum dropum af Dr. Bronner’s, eða annarri umhverfisvænni sápu fyrir betri bindingu.
Höfundur: Kristín Snorradóttir
Það er lítið mál að smíða þinn eigin matjurtakassa í garðinn, matjurtir eru bæði einfaldar í ræktun og kassinn er skemmtileg tilbreyting í garðinn.
Þessar aðferðir ekki eingöngu umhverfisvænar gagnvart jörðinni, heldur hafa þær heldur ekki slæm áhrif á gæludýrin okkar og fuglana í kring.
Áður en byrjað er að gróðursetja þarf að velta fyrir sér nokkrum punktum: Athugaðu aðstæður, hugsa þarf hvaða plöntur henta í beðið og staðsetninguna sem þú hefur uppá að bjóða.