Nú er runninn upp sá árstími þar sem garðyrkjukonur eins og ég eru annaðhvort að rífa sig upp úr sófanum eftir að hafa klárað Netflix á þremur vikum, lenda á keflavíkurflugvelli frá einhverju týbísku sólstrandalandi eða rétt halda augunum opnum eftir áramótadjammið síðustu helgi. En allar eigum við það þó sameiginlegt að klippitímabilið er rétt handan við hornið.
Besti tíminn til að klippa tré og runna er nefnilega á veturna, eða svona ca jan-maí. Ein af ástæðunum fyrir því er að það er svo auðvelt að taka heilu trén og runnana í gegn með krónuklippingum þegar laufin eru ekki til staðar, því þá er svo auðvelt að sjá heildar greinabygginguna og kafa inn í tréð og taka það sem nauðsynlegt er. Einnig er þetta flottur tími fyrir gróðurinn þar sem þau eru bara krúttlega sofandi og verða varla vör við neitt, og þau geta því byrjað blómgunartímann í einhverri sprengju um vorið og laus við allar óþarfa greinar eða rótarskot sem voru að taka frá þeim orku eða skemma fyrir öðrum flottum greinum.
En þrátt fyrir alla þessa garðyrkjuspeki þá er líklegast að raunverulega ástæðan fyrir því að veturinn sé besti tíminn til að klippa sú að garðyrkjukonur eins og ég hafa engan tíma fyrir svona lagað á sumrin þar sem önnur mjög svo mikilvæg verkefni kalla á okkur þá.
Að því sögðu, þá hvet ég ykkur öll sem sjá þörf fyrir að láta klippa garðinn sinn til að hafa samband núna strax, við megum nefnilega engan tíma missa kæru íbúar Fjarðabyggðar.
Þú getur pantað vetrarklippingu hér og ég svara eins fljótt og ég get:
Panta þjónustu
Kristín Snorradóttir, skrúðgarðyrkjumeistari
Torfkofinn ehf.
torfkofinn@gmail.com
s. 768-9485