torfkofinn.is

Garðverk eftir árstíðum

Í þessari grein hef ég skrifað niður lista af þeim verkþáttum sem best er að huga að við hverja árstíð fyrir sig í garðinum.

Þessi listi er gerður til þess að hjálpa þér til að vita betur hvenær best er að leggja af stað í verk í garðinum Hvort sem þú ætlar að vinna verkið sjálf/ur eða að fá skrúðgarðyrkjufræðing til að sjá um verkið fyrir þig.

Vetur
Des - jan - feb

  • Taka inn viðkvæmar plöntur fyrir veturinn
  • Fræ Lerkis og Stafafuru losna yfirleitt úr könglinum í kringum áramót
  • Vetrargræðlingar

VOR
MARS - APRÍL - MAÍ

KLIPPING

– Vorið er tíminn fyrir grisjun
– Krónuklippingar
– Trjáfellingar (en þó betra að fella Aspir á sumrin eða haustin)
– Endurnýjun limgerðis – td Viðir, Fjallarifs, Blátoppur og Gljámispill.
– Rósir – klipptar um það leiti sem brumin byrja að þrútna
– Birki og Hlynur – klippt um það leiti sem laufgun hefst.

LAUKAR

– Haustlaukar blómstra á vorin
– Vorlaukar eru settir niður á vorin, og blómstra á sumrin. Vorlauka má setja niður um miðjan mars og fram í maí.

MATJURTARGARÐURINN OG GRÓÐURHÚSIÐ

– Undirbúningur jarðvegs fyrir ræktun
– Forspírun kartaflna tekur 4-6 vikur
– Kartöflur settar niður
– Sáð í bakka
– Sáning og uppeldi sumarblóma tekur u.þ.b. 2 mánuði

 

ÁBURÐARGJÖF

– Áburðargjöf og kalk á grasflöt snemma í maí
– Áburðargjöf fjölæringa snemma vors, einu sinni á ári.

UMHIRÐA

– Vorhreinsun
– Raka yfir grasflötina með laufhrífu þar sem mosi og lauf eru fjarlægð
– Sáning grasfræja
– Ekki slá grasið áður en grasið fer að vaxa.

MEINDÝR

Meindýr fara á kreik á vorin

FLEIRA

– Flutningur trjáa
– Þökulögn
– Hellulögn

SUMAR
JÚNÍ - JÚLÍ - ÁGÚST

  • Plöntun sumarblóma og fjölæringa
  • Gróðursetning trjáa og runna
  • Vorlaukar blómstra á sumrin
  • Sumargræðlingar klipptir þegar lengdarvexti sprota er um það bil að ljúka.
  • Klipping: runnar mótaðir og snirtir.
  • Trjáfelling
  • Kálflugan fer á stjá um miðjan júní.
  • Áburðargjöf á grasflöt tvisvar yfir vaxtartímann. Síðasta áburðargjöfin gerð fyrripart ágúst með minni skammt en þær fyrri.
  • Hellulögn
  • Þökulögn

Haust
Sept - okt - nóv

  • Sumarblómum skipt út fyrir harðgerðar haustplöntur
  • Haustlaukar eru settir niður á haustin fyrir fyrsta frost, í sept eða okt.
  • Sáning grasfræja mánuði fyrir fyrsta frost.
  • Tré þroska yfirleitt fræ á haustin
  • Fræ grenis losna yfirleitt úr könglunum um miðjan október.
  • Sveppatínsla
  • Gróðursetning trjáa og runna – besti tíminn til þess er einmitt á haustin.
  • Flutningur trjáa
  • Undirbúa viðkvæmar plöntur fyrir veturinn
  • Hellulögn
  • Þökulögn
  •  

deila

Facebook
Twitter
Email
Prenta

fleiri greinar

Hvernig á að gróðursetja tré?

Áður en byrjað er að gróðursetja þarf að velta fyrir sér nokkrum punktum: Athugaðu aðstæður, hugsa þarf hvaða plöntur henta í beðið og staðsetninguna sem þú hefur uppá að bjóða.

Lesa »