Hvernig á að smíða matjurtakassa?
Það er lítið mál að smíða þinn eigin matjurtakassa í garðinn, matjurtir eru bæði einfaldar í ræktun og kassinn er skemmtileg tilbreyting í garðinn.
Í þessari grein hef ég skrifað niður lista af þeim verkþáttum sem best er að huga að við hverja árstíð fyrir sig í garðinum.
Þessi listi er gerður til þess að hjálpa þér til að vita betur hvenær best er að leggja af stað í verk í garðinum Hvort sem þú ætlar að vinna verkið sjálf/ur eða að fá skrúðgarðyrkjufræðing til að sjá um verkið fyrir þig.
– Vorið er tíminn fyrir grisjun
– Krónuklippingar
– Trjáfellingar (en þó betra að fella Aspir á sumrin eða haustin)
– Endurnýjun limgerðis – td Viðir, Fjallarifs, Blátoppur og Gljámispill.
– Rósir – klipptar um það leiti sem brumin byrja að þrútna
– Birki og Hlynur – klippt um það leiti sem laufgun hefst.
– Haustlaukar blómstra á vorin
– Vorlaukar eru settir niður á vorin, og blómstra á sumrin. Vorlauka má setja niður um miðjan mars og fram í maí.
– Undirbúningur jarðvegs fyrir ræktun
– Forspírun kartaflna tekur 4-6 vikur
– Kartöflur settar niður
– Sáð í bakka
– Sáning og uppeldi sumarblóma tekur u.þ.b. 2 mánuði
– Áburðargjöf og kalk á grasflöt snemma í maí
– Áburðargjöf fjölæringa snemma vors, einu sinni á ári.
– Vorhreinsun
– Raka yfir grasflötina með laufhrífu þar sem mosi og lauf eru fjarlægð
– Sáning grasfræja
– Ekki slá grasið áður en grasið fer að vaxa.
Meindýr fara á kreik á vorin
– Flutningur trjáa
– Þökulögn
– Hellulögn
Það er lítið mál að smíða þinn eigin matjurtakassa í garðinn, matjurtir eru bæði einfaldar í ræktun og kassinn er skemmtileg tilbreyting í garðinn.
Þessar aðferðir ekki eingöngu umhverfisvænar gagnvart jörðinni, heldur hafa þær heldur ekki slæm áhrif á gæludýrin okkar og fuglana í kring.
Áður en byrjað er að gróðursetja þarf að velta fyrir sér nokkrum punktum: Athugaðu aðstæður, hugsa þarf hvaða plöntur henta í beðið og staðsetninguna sem þú hefur uppá að bjóða.