Torfkofinn óskar viðskiptavinum gleðilegra jóla
Í leiðinni langar mig að færa ykkur nokkrar fréttir.
En síðastliðið ár er ég búin að vera í fæðingarorlofi. Ég lokaði vefversluninni í sumar þar sem ég og dóttir mín vorum að ferðast um landið og ég hafði ekki tök á að sinna pöntunum í gegnum síðuna.
Á ferðalaginu okkar enduðum við á Reyðarfirði í heimsókn hjá foreldrum mínum, og eftir smá stopp þar þá ákvað ég að við myndum ekki fara aftur suður, svo við erum því fluttar á Reyðarfjörð.
Vefverslunin verður því miður ekki opnuð aftur á næstunni, en það er alltaf hægt að panta myndir með því að hafa samband hér í gegnum facebook skilaboð. Hægt er að sjá úrvalið sem er í boði á www.torfkofinn.is, einnig mun ég setja inn þær myndir sem er hægt að fá á facebook á næstu dögum.
Á nýju ári mun ég svo bjóða uppá alhliða garðyrkjuþjónustu hér í Fjarðabyggð, ásamt fleiru spennandi sem ég mun segja frá seinna.
Jólakveðja,
Kristín Snorradóttir
Skrúðgarðyrkjumeistari
Torfkofinn ehf.