Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda torfkofinn.is. Mögulegt er að við söfnum persónugreinanlegum upplýsingum um þig, svo sem nafni, heimilisfangi, netfangi og símanúmeri í tengslum við afgreiðslu á pöntun frá þér eða vegna annarra samskipta við þig. Til dæmis skráum við þær persónugreinanlegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að koma til skila þeirri vöru sem þú kaupir. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt til þriðja aðila.
Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Torfkofans á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.
Vafrakökum er safnað í þeim tilgangi að telja heimsóknir sem og greina notendaferðalag (e. Users journey) um vefsíðuna. Þessar upplýsingar eru greindar með því markmiði að bæta upplifun notenda á vefsíðunni og auðvelda aðgengi notenda að upplýsingum.
Þær vafrakökur sem torfkofinn notar eru:
Google_analytics
Mailpoet_Session
Mailpoet_abandoned_cart_tracking
woocommerce_cart_hash
woocommerce_items_in_cart
Facebook_pixel
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem safnast með nauðsynlegum kökum er byggð á lögmætum hagsmunum Torfkofans, endar virkja þær kökur eiginleika sem verða að vera til staðar til að hægt sé að nota vefsvæðið eins og til er ætlast.
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem safnast með notkun á öðrum vafrakökum er hins vegar byggð á samþykki þínu. Þegar þú heimsækir vefsvæðið í fyrsta skipti birtist borði þar sem þú ert beðin/n um að samþykkja þær vafrakökur sem vefsíðan notast við.
Þú getur hvenær sem er afturkallað þetta samþykki þitt með því að loka á kökur á vefsíðunni eða eyða þeim úr vafra þínum. Það kann hins vegar að hamla virkni síðunnar að einhverju leyti.
Það er mismunandi milli netvafra hvernig breyta á vefkökum, en nánari upplýsingar má nálgast á eftirfarandi tenglum:
Notir þú aðra vafra ættir þú að geta fundið upplýsingar um stillingar á vafrakökum á vefsíðu vafrans.
* „cookies“ – sérstök skrá sem komið er fyrir á tölvu notanda sem heimsækir viðkomandi vef og geymir upplýsingar um heimsóknina.
Ég gef mér 1-3 daga til þess að vinna úr pöntunum áður en þær eru settar í póst. Allar pantanir eru bornar út í bréfpósti hjá Íslandspósti og koma því beint inn um lúguna hjá kaupanda. Ef lúgan er of lítil fyrir umslagið þá er farið með það á pósthús. Samkvæmt heimasíðu Íslandspóst er bréfum dreift í hús á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu. Að jafnaði eru bréf borin út til viðtakenda á tímabilinu 9:00-17:00 frá mánudegi til föstudags.
Ekki er hægt að sækja pöntun að svo stöddu. En vonandi verður það möguleiki í framtíðinni.
Við sendum myndirnar til allra landa í heiminum.
Veittur er 20 daga skilaréttur á kaupum á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera í fullkomnu lagi. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar. Viðskiptavinur greiðir fyrir sendingarkostnað og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Endurgreiðslan fer fram með millifærslu á bankareikning eða kreditkort viðskiptavinar.
Ábyrgð nær til framleiðslugalla og efnisgalla á vörum sem seldar eru hjá söluaðila. Ábyrgðartími er eitt ár frá útgáfudegi reiknings sem jafnframt gildir sem ábyrgðarskírteini. Söluaðili ber á engan hátt ábyrgð á slæmri eða rangri meðhöndlun vörunnar eða skemmdum í flutningi.
Verð vöru er í íslenskum krónum (ISK). Öll verð sem gefin eru upp í vefverslun eru endanleg verð vörunnar með viðbættum virðisaukaskatti, en sendingarkostnaður bætist við pöntunina áður en greiðsla fer fram. Athugið að verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.
Allar vörur eru sendar með Íslandspósti beint inn um lúguna eða á næsta pósthús. Sendingarkostnaður er reiknaður samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts. Kostnaður við hverja sendingu er kr.250.- um allt Ísland, kr.1400.- innan Evrópu og kr.1700.- utan Evrópu. Sendingarkostnaður er reiknaður við lok pöntunar. Ef pantaðar eru margar vörur í einu er aðeins einn sendingarkostnaður lagður á pöntunina.
Torfkofinn býður upp á greiðslur með kreditkortum frá helstu kortafyrirtækjum í gegnum Borgun. Borgun býður viðskiptavinum sínum færsluhirðingu vegna Mastercard, Maestro, Visa, Visa Electron, UnionPay, JCB, Diners, Discover og American Express.
Notast er við örugga greiðslugátt frá borgun. Torfkofinn tekur því ekki við kortaupplýsingum kaupanda. Kaupandi velur vöru í vefverlsun Torfkofans og er so fluttur yfir á greiðslusíðu Borgunar þar sem greiðsluuplýsingar eru skráðar og greiðsla fer fram. Borgun tryggir að greiðsluupplýsingar viðskiptavina eru meðhöndlaðar í vottuðu og dulkóðuðu umhverfi og aldrei aðgengilegt þriðja aðila.
Viðskiptavinur fær staðfestingu í tölvupósti þegar greiðslu er lokið.
Seljandi er Torfkofinn ehf.
Kt. 650784-0579
Virðisaukaskattsnúmer 00910
Netfang: kristin@torfkofinn.is
Sími: 768-9485
Heimilisfang: Álfheimar 28, 104 Reykjavík og Túngata 1, 730 Reyðarfjörður
Opnunartími: Netverslunin er opin allan sólarhringinn.
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Austurlands.