Grænn veggur - Filt vasar

(4 umsagnir viðskiptavina)

kr.6,500

Á lager

* Garðyrkjufræðingar, fyrirtæki og sveitarfélög geta sent verðfyrirspurnir í magnkaup á kristin@torfkofinn.is

VÖRULÝSING:

Grænn veggur með vasakerfi úr felt efni sem auðvelt er að hengja upp. Hægt er að hengja efnið upp bæði úti og inni með öllum þeim plöntum sem þér dettur í hug, allt frá fjölæringum, inniplöntum, kryddjurtum og blómum. (Ath ef efnið er notað inni þarf að setja upp vökvunarkerfi og lýsingu með)

Efni: Vasarnir eru gerðir úr sérstöku filt efni sem heldur raka vel en leyfir samt vatni að komast í gegn til að plönturnar drukkni ekki.

Stærð:  1 x 1 meter – 36 vasar. Hver vasi er 15 x 15 cm, hentugt fyrir plöntur í litlum til miðlungs pottum.

Einn veggur = Eitt tré: Fyrir hvert stykki sem keypt er verður gróðursett eitt tré til
uppbyggingar skógarauðlinda Íslands.

Afhendingarmáti: Ég gef mér 1-3 daga til þess að vinna úr pöntunum áður en þær eru settar í póst. Allar pantanir eru bornar út með Íslandspósti. Sendingargjald bætist við í körfu.

 

 

 

 

(Ath þessi litur er ekki til)

(Ath þessi litur er ekki til)

(Ath þessi litur er ekki til)

  1. Þórunn Gyða Björnsdóttir (staðfestur eigandi)

    Vasarnir svolítið krumpaðir og legnir, en það lagast með tímanum.

    Grænn veggur - Filt vasarGrænn veggur – Filt vasar

  2. Sigrún Marta Gunnarsdóttir (staðfestur eigandi)

  3. Jóhanna Hjartardóttir (staðfestur eigandi)

  4. Sif Heiða (staðfestur eigandi)

Nokkrir punktar

plöntugreining

Hverri plöntu er stillt upp án þess að hafa of mikil áhrif á náttúrulegt vaxtarlag hennar til þess að allir eiginleikar hennar komi sem best fram. Þannig getur þú séð og lært að greina hvernig greinar plöntunnar líta út.

á spjaldinu

Aftan á hverju spjaldi er að finna upplýsingar um plöntuna ásamt staðsetningu og dagsetningu á því hvar og hvenær plantan var klippt og skannmynduð.

vinnuferlið

Valdar eru greinar sem líta vel út og hafa þá eiginleika sem hver planta er þekkt fyrir. Síðan eru greinarnar greindar og skannaðar inn í tölvu og myndirnar svo unnar í tölvu áður en þær eru sendar í prentun og pökkun.

Ein mynd
eitt tré

Fyrir hvert veggspjald sem keypt er verður gróðursett eitt tré til uppbyggingar skógarauðlinda Íslands.

umhverfisvæn

Öll veggspjöld eru prentuð af svansvottaðri prentsmiðju.

Öryggi plantnanna

Engar plöntur voru skaðaðar við vinnslu þessarra verka. Hver grein var klippt samkvæmt stöðlum skrúðgarðyrkjubrautar Garðyrkjuskólans.

Fleiri vörur