Allar vörur

Plöntumyndirnar eru eitthvað sem allir geta haft not af. Hvort sem þú ert áhugamanneskja um garðyrkju eða ert jafnvel menntaður garðyrkjufræðingur, kennari eða nemandi.  Eða ef þú hefur einfaldlega löngun til að skreyta heimilið með íslensku náttúrunni, þá eru þessar myndir fyrir þig.

Nokkrir punktar

plöntugreining

Hverri plöntu er stillt upp án þess að hafa of mikil áhrif á náttúrulegt vaxtarlag hennar til þess að allir eiginleikar hennar komi sem best fram. Þannig getur þú séð og lært að greina hvernig greinar plöntunnar líta út.

á spjaldinu

Aftan á hverju spjaldi er að finna upplýsingar um plöntuna ásamt staðsetningu og dagsetningu á því hvar og hvenær plantan var klippt og skannmynduð.

vinnuferlið

Valdar eru greinar sem líta vel út og hafa þá eiginleika sem hver planta er þekkt fyrir. Síðan eru greinarnar greindar og skannaðar inn í tölvu og myndirnar svo unnar í tölvu áður en þær eru sendar í prentun og pökkun.

Ein mynd
eitt tré

Fyrir hvert veggspjald sem keypt er verður gróðursett eitt tré til uppbyggingar skógarauðlinda Íslands.

umhverfisvæn

Öll veggspjöld eru prentuð af svansvottaðri prentsmiðju.

Öryggi plantnanna

Engar plöntur voru skaðaðar við vinnslu þessarra verka. Hver grein var klippt samkvæmt stöðlum skrúðgarðyrkjubrautar Garðyrkjuskólans.

Um hönnuðinn

Ég heiti Kristín Snorradóttir og er skrúðgarðyrkjumeistari. Hugmyndina að myndunum fékk ég sumarið 2019 út frá því að mig hefur lengi langað til að ná að læra að greina íslensk tré, runna og blóm auðveldlega, en þar sem ég er með svo myndrænt minni þá langaði mig til að geta verið með allar tegundirnar beint fyrir framan mig til þess að læra þetta almennilega. 

Út frá því urðu myndirnar til, en ekkert takmark er á hvaða tegundir ég vinn með, og markmiðið er að koma með nýjar tegundir á hverju ári og bæta hægt og rólega í safnið. Ég vil ekki að þessar myndir séu einungis fyrir mig, og þessvegna hef ég sett þær á sölu til þess að fleiri eigi möguleika á að læra af þeim.

309

Tré gróðursett

Nýlegar umsagnir