torfkofinn.is

Um Plöntumyndirnar

 

Ég heiti Kristín Snorradóttir og er hönnuðurinn af plöntumyndunum, ásamt því að standa á bakvið vefsíðuna torfkofinn.is. Ég er skrúðgarðyrkjumeistari, lifi fyrir garðyrkju og get talað endalaust um allt garðyrkjutengt. 

Tek að mér ráðgjöf í görðum, trjá- og runnaklippingar, hönnun garða og uppsetningu á grænum veggjum. 

– Til að panta garðyrkjuþjónustu, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfang kristin@torfkofinn.is

Fyrir hvert veggspjald sem keypt er, og hvert verk sem við vinnum munum við gróðursetja eitt tré til uppbyggingar skógarauðlinda Íslands

Nokkrir punktar

plöntugreining

Hverri plöntu er stillt upp án þess að hafa of mikil áhrif á náttúrulegt vaxtarlag hennar til þess að allir eiginleikar hennar komi sem best fram. Þannig getur þú séð og lært að greina hvernig greinar plöntunnar líta út.

á spjaldinu

Aftan á hverju spjaldi er að finna upplýsingar um plöntuna ásamt staðsetningu og dagsetningu á því hvar og hvenær plantan var klippt og mynduð.

vinnuferlið

Valdar eru greinar sem líta vel út og hafa þá eiginleika sem hver planta er þekkt fyrir. Síðan eru greinarnar greindar og skannaðar inn í tölvu og myndirnar svo unnar í tölvu áður en þær eru sendar í prentun og pökkun.

Ein mynd
eitt tré

Fyrir hvert veggspjald sem keypt er verður gróðursett eitt tré til uppbyggingar skógarauðlinda Íslands.

umhverfisvæn

Öll veggspjöld eru prentuð af svansvottaðri prentsmiðju.

Öryggi plantnanna

Engar plöntur voru skaðaðar við vinnslu þessarra verka. Hver grein var klippt samkvæmt stöðlum skrúðgarðyrkjubrautar Garðyrkjuskólans.