Ég heiti Kristín Snorradóttir og er hönnuðurinn af plöntumyndunum, ásamt því að standa á bakvið vefsíðuna torfkofinn.is. Ég er skrúðgarðyrkjumeistari, lifi fyrir garðyrkju og get talað endalaust um allt garðyrkjutengt.
Tek að mér ráðgjöf í görðum, trjá- og runnaklippingar, hönnun garða og uppsetningu á grænum veggjum.
– Til að panta garðyrkjuþjónustu, vinsamlegast sendið tölvupóst á netfang kristin@torfkofinn.is
