Markmiðið

Markmið Torfkofans er að færa íslenska garðyrkju nær í tölvuheimi 21.aldarinnar á skilvirkan og tæknivæddan hátt. Tilgangur síðunnar er að auðvelda íslenskum garðeigendum og áhugafólki við að finna upplýsingar um íslenska garðyrkju á netinu á nútímavæddan hátt, hvort sem um er að ræða gagnvirka plöntuleit, verklýsingar eða almennan fróðleik.

Vefsíðan skiptist í þrjá parta:
1. Vefverslun þar sem hægt er að kaupa íslenskan gróður á prenti.
2. Gagnvirk plöntuleit þar sem hægt er að leita að íslenskum plöntum á skilvirkan hátt í takt við nútímann. – Í vinnslu.
3. Verklýsingar og upplýsingar um hvernig eða hvenær á að framkvæma ýmis verk sem tengjast garðinum.

 

Sölustaðir:
Flóra – garðyrkjustöð, Heiðmörk 38, 810 Hveragerði

Garðheimar, Stekkjarbakka 4-6, 109 Reykjavík

Vefverslun Torfkofans

Kristín Snorradóttir

Eigandi Torfkofans ehf. er Kristín Snorradóttir skrúðgarðyrkjumeistari. Hugmyndin af Torfkofanum kom upp út frá því hversu erfitt mér finnst stundum að fá almennilegar og hnitmiðaðar upplýsingar þegar kemur að íslenskri garðyrkju á netinu. Ég hef unnið við garðyrkju nánast frá því að ég kláraði grunnskóla, og í dag er ég skrúðgarðyrkjumeistari að mennt með sveinspróf og meistararéttindi í skrúðgarðyrkju frá Landbúnaðarháskóla íslands og Tækniskólanum. En ég útskrifaðist einnig úr Margmiðlunarskólanum árið 2014. Torfkofinn.is er því mín tilraun til að sameina alla mína tölvu- og náttúrukunnáttu, með því markmiði að færa íslenska garðyrkju nær tækninni sem okkur stendur til boða í dag á 21.öldinni

309

Tré gróðursett